Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.


Lög um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Íslands

1976 nr. 34 17. maí


1. gr.
     Sjávarútvegsráðherra setur með reglugerð þær reglur um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Íslands, sem nauðsynlegar þykja til þess að framfylgt verði ákvæðum alþjóðasamninga, sem Íslendingar eru að gerast aðilar að, eða þá samninga, sem gerðir eru milli íslenskra og erlendra stjórnvalda.
     Ráðherra er auk þess heimilt að setja aðrar þær reglur1) um þessar veiðar, sem honum þykir þurfa, svo sem til samræmingar við reglur þær, er gilda um veiðar íslenskra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands.

1)Rg. 291/1994, sbr. 470/1994, 505/1994 og 531/1994 (um botn- og flotvörpur). Rg. 313/1994 (um lágmarksmöskvastærðir loðnunóta). Rg. 471/1994 (um veiðar íslenskra skipa utan fiskveiðilandhelgi Íslands). Rg. 310/1995.


2. gr.
     Brot gegn reglum settum samkvæmt lögum þessum varða sektum, 1000–15.000 gullkrónum, sbr. lög nr. 4 11. apríl 1924. Enn fremur er heimilt að gera afla og veiðarfæri upptæk.
     Um mál þau, sem rísa út af brotum gegn lögum þessum, skal fara að hætti opinberra mála.