Prenta í tveimur dálkum. Útgáfa 120a. Uppfært til febrúar 1996.


Forsetaúrskurður um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur

1994 nr. 17 14. mars


     Samkvæmt fyrirmælum 4. gr. laga nr. 39 frá 16. apríl 1971 um utanríkisþjónustu Íslands eru hér með sett eftirfarandi ákvæði:
1.
Íslensk sendiráð skulu vera í Kaupmannahöfn, Osló, Stokkhólmi, London, París, Moskvu, Bonn, Brussel og Washington. Fastanefndir skulu vera í Brussel, Genf og New York, og aðalræðisskrifstofa í New York.
2.
Umdæmi stofnana þeirra sem nefndar eru í 1. lið hér að framan skulu vera sem hér segir:
a.
Kaupmannahöfn. Auk Danmerkur skal umdæmi sendiráðsins vera Ítalía, Vatikanríkið, Tyrkland, Ísrael, Litháen og Japan.
b.
Osló. Auk Noregs skal umdæmi sendiráðsins vera Pólland, Króatía, Kýpur, Slóvakía, Makedonía og Suður-Kórea.
c.
Stokkhólmur. Auk Svíþjóðar skal umdæmi sendiráðsins vera Finnland, Eistland, Lettland, Albanía, Slóvenía og Namibía.
d.
London. Auk Stóra Bretlands og Norður-Írlands skal umdæmi sendiráðsins vera Lýðveldið Írland, Grikkland, Holland, Indland og Nígería.
e.
París. Auk Frakklands skal umdæmi sendiráðsins vera Spánn, Portúgal og Grænhöfðaeyjar. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Efnahags- og þróunarstofnuninni (OECD), Evrópuráðinu og hjá Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO).
f.
Moskva. Auk Rússlands skal umdæmi sendiráðsins vera Hvíta-Rússland, Úkraína, Georgía, Moldova, Armenía, Kazakhstan, Rúmenía og Búlgaría.
g.
Bonn. Auk Sambandslýðveldisins Þýskalands skal umdæmi sendiráðsins vera Austurríki, Sviss, Ungverjaland, Tékkland og Serbía/Svartfjallaland. Forstöðumaður sendiráðsins skal vera fastafulltrúi Íslands hjá Ráðstefnunni um öryggi og samvinnu í Evrópu (CSCE).
h.
Brussel, sendiráð. Auk Belgíu skal umdæmi sendiráðsins vera Luxembourg og Liechtenstein. Forstöðumaður sendiráðsins skal einnig vera sendiherra Íslands hjá Evrópusambandinu.
i.
Brussel, fastanefnd. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands í Norður-Atlantshafsráðinu og hjá Vestur-Evrópusambandinu (WEU).
j.
Washington. Auk Bandaríkja Ameríku skal umdæmi sendiráðsins vera Kanada, Mexíkó, Brasilía, Argentína, Chile, Perú, Kólombía, Úrúgvæ og Venesúela.
k.
Genf. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi hjá fríverslunarsamtökum Evrópu (EFTA), hjá Evrópuskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og öðrum alþjóðastofnunum sem aðsetur hafa í Genf og Ísland er aðili að. Auk þess skal hann vera sendiherra Egyptalands.
l.
New York. Forstöðumaður fastanefndarinnar skal vera fastafulltrúi Íslands hjá höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og auk þess sendiherra á Kúbu.
3.
Ráðherra getur ákveðið að sendiherra í utanríkisþjónustunni með búsetu í Reykjavík skuli vera sendiherra í fjarlægum löndum, fyrst og fremst í Asíu og Afríku eftir því sem nauðsyn kann að krefja.

Úrskurður þessi skal taka gildi við undirskrift ...